• Eftirfarandi atriði voru afgreidd á 232. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 21. október 2020.
    • Fjárhagsáætlun:
      • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að sækja um frest til 1. desember 2020, til leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt samþykkti sveitarstjórn samhljóða að sækja um frest til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021 til 31. desember 2020.
        • Þær efnahagslegu aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins fela í sér miklar áskoranir við undirbúning og framsetningu fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Þá munu ýmsar forsendur sem liggja að baki fjárhagsáætlana sveitarfélaga koma fram seinna en áður, svo sem þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Eru þannig veigamikil rök fyrir því að veita öllum sveitarfélögum frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana 2021, á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga.
    •  Gjaldskrá Húnanets ehf.:
    •  Rjúpnaveiði:
      • Samþykkt var að leigja Einari Kolbeinssyni, Bólstaðarhlíð, rjúpnaveiði á jörðinni Þverárdal. 
        • Í leigunni felst einkaréttur til að stunda rjúpnaveiðar á svæðinu og til að ráðstafa veiði. Til dæmis hefur leigutaki heimild til að vísa veiðimönnum af svæðinu og eftir atvikum kæra slík tilvik til lögreglu.

Hér má finna fundargerð 232. fundar sveitarstjórnar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?