Fundur í félagsheimilinu á Blönduósi, miðvikudaginn 7.júní kl. 20:00.

Í vor kom út rannsókn þar sem atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúanna í V-Hún, A-Hún og Dölunum var borið saman. Tilefnið var endurtekin óvenju góð útkoma V-Hún í umfangsmikilli íbúakönnun í öllum landshlutum en síðri útkoma í nokkuð sambærilegum samfélögum eins og A-Hún og Dölunum. Leitað var skýringa í þeirri viðleitni til að efla mætti stöðu fámennari samfélaga hérlendis. Boðað er til einnar klukkustunda fundar þar sem verður farið yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar og hvaða lærdóm mætti draga af þeim. Einnig verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður um efni rannsóknarinnar og hvað sé framundan í rannsóknum á þessu sviði.

 

Dagskrá í félagsheimilu á Blönduósi

Kl. 20:00-20:30 Erindi um niðurstöður rannsóknarinnar

Kl. 20:30-21:00 Fyrirspurnir úr sal og umræður

Kl. 21:00 Formlegum fundi slitið en óformlegar umræður við höfund rannsóknar í boði ef þörf er á eða áhugi

 

Vonandi sjáum við sem flesta!

Hægt er sjá samantekt hér og skýrsluna hér

Getum við bætt efni þessarar síðu?