Húnaskóli er nýr framsækinn skóli í mótun með 180 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn leitast við að koma til móts við þarfir nemenda sinna á persónulegan og einstaklingsmiðaðan hátt. Lögð er áhersla á teymiskennslu. Gott samstarf er við nærsamfélagið svo sem íþróttafélögin og tónlistarskólann. Skólinn er staðsettur í þéttbýliskjarna Húnabyggðar, á Blönduósi, rétt við þjóðveg eitt. Reyndar er skólalóðin orðin mjög þekkt af þeim sem ferðast um norðurlandið vegna skemmtilegrar afþreyingar og vinsæll áningarstaður rétt við þjóðveginn. Á Blönduósi er stutt í alla helstu þjónustu, leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri, heilsugæsla og svo er íþróttahúsið ásamt frábærri sundlaug staðsett á grunnskólalóðinni. Mikil fjölbreytni er í íþrótta- og tómstundastarfi miðað við stærð samfélagsins og frábærar náttúruperlur og útivistarsvæði eru í sveitarfélaginu. Við erum nýstofnað sveitarfélag þar sem íbúum gefst kostur á að taka þátt í að móta samfélagið.

 

Stuðningsfulltrúi

Staða stuðningsfulltrúa í um 60% starf til 3. júní 2024. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa við fjölbreyttar aðstæður bæði inni og úti. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Stuðningsfulltrúi er m.a. kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda; félagslega, tilfinningalega, námslega og í daglegum athöfnum.

 

Umsóknum þar sem fram kemur hvaða starf er verið að sækja um skal skilað ásamt kynningarbréfi og ferilskrá í tölvupósti á netfang Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra, thorhalla@hunaskoli.is. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 892-4928. Umsóknarfrestur er til 17. október 2023.

 

Umsækjendur mega ekki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Umsækjendur mega ekki hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (Kjölur eða Samstaða)

Getum við bætt efni þessarar síðu?