Gamli bærinn
Gamli bærinn

Dagana 22. og 23. nóvember verða haldnir tveir opnir hugmyndafundir þar sem safnað verður saman hugmyndum fólks um uppbyggingu gamla bæjarhluta Blönduóss.

Fundurinn 22. nóvember verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 19:00 en fundurinn 23. nóvember verður haldinn á Hótel Hilton Suðurlandsbraut 2 Reykjavík, klukkan 19:00.

Einkaaðilar hafa á undanförnum árum verið að byggja upp þjónustustarfsemi í gamla bænum og nú hafa sterkir fjárfestar bæst í hópinn og sveitafélagið hefur ákveðið að fylgja þessari þróun fast eftir og klára deiliskipulag svæðisins.

Áður en það er gert vill sveitarfélagið safna saman hugmyndum þeirra sem áhuga hafa á því að leggja þessari vinnu lið og hafa þannig úr sem flestum hugmyndum að moða þegar deiliskipulagið er mótað í endanlegt form.

Á hugmyndafundinum mun sveitarfélagið kynna megin drög þeirrar hugsunar sem það hefur sett í þessari vinnu en eins og flestum er kunnugt um hefur vinnan fram að þessu tekið útgangspunkt í skýrslu sem gerð varð um gamla bæinn og Klifamýri þar sem áhersla var lögð á verndarsvæði í byggð.

Áhugasamir geta séð húsakönnun svæðisins sem gerð var af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt og fyrirtæki hennar TKJ árið 2015 hér (FSK Greinarger360 2015.dgn) (minjastofnun.is).

Á fundinum mun InfoCapital einnig kynna sín áform um uppbyggingu en fyrirtækið hefur þegar keypt hótelið, Aðalgötu 9 (þar sem brauðgerð Krútt var til húsa), tvær hæðir í Helgafelli og Pétursborg.

 

Hvetjum alla áhugasama til að mæta.

Getum við bætt efni þessarar síðu?