Grundartjarnir-veiðimaður í sólsetri. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson
Grundartjarnir-veiðimaður í sólsetri. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson

Helstu niðurstöður ársreiknings Húnavatnshrepps 2018 eru:

  • Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um kr. 1.045.000, samanborið við kr. 2.679.000 árið 2017.
  • Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 17.151.000, samanborið við kr. 17.522.000 árið 2017.
  • Veltufé frá rekstri A og B hluta er kr. 23.400.000, samanborið við kr. 18.500.000 árið 2017.
  • Lántökur A og B hluta samstæðu voru 30.000.000 kr. árið 2018.
  • Afborganir langtímalána A og B hluta samstæðu eru kr. 13.100.000
  • Skuldaviðmið A hluta, skv. reglugerð nr. 502/2012 er 0% samanborið við 6% árið 2017.
  • Skuldaviðmið B hluta, skv. reglugerð nr. 502/2012 er 37% samanborið við 55% árið 2017. Miðað er við að þetta hlutfall sé ekki hærra en 150%.
  • Eigið fé sveitarfélagsins eru 407.813.000 og langtímaskuldir A og B hluta eru kr. 148.948.000
  • Eiginfjárhlutfall nam 60,9%
  • Fjárfestingar á árinu 2018 voru kr. 51.803.000. Þar af í A-hluta 35.219.000. Stærsta einstaka fjárfesting er í viðhaldsverkefni á húsnæði grunnskólans og íbúðahúsnæðis á Húnavöllum.
  • Það er ljóst að rekstur B hluta fyrirtækja á árinu 2018 var neikvæður sem nam kr. 16.106.000, þar af var Auðkúluheiði ehf. með neikvæða rekstrarniðurstöðu sem nam kr. 4.428.000 og Húnanet ehf. með neikvæða rekstrarniðurstöðu sem nam kr. 10.662.000.
  • Mikilvægt er að sveitarstjórn og stjórn Húnanets ehf. yfirfari rekstrargrundvöll félagsins.
  • Í árslok 2018 skulduðu B hluta félög Aðalsjóði eftirfarandi: Húnanet ehf. kr. 26.500.000, Auðkúluheiði ehf. kr.10.815.000 og Fasteignir Húnavatnshrepps ehf. kr. 11.300.000, samtals kr. 48.615.000.

Það er því ljóst að staða sveitarfélagsins er í jafnvægi þrátt fyrir stórauknar framkvæmdir, gott þjónustustig í sveitarfélaginu sem og aukinn kostnað sveitarfélaga almennt. Heildar niðurstaða B hluta félaga veldur nokkrum vonbrigðum. Ársreikningur fyrir árið 2018 gefur góða mynd af rekstri sveitarfélagsins og þeim mikla kostnaði við framkvæmdir vegna ljósleiðara og viðhald fasteigna sveitarfélagsins.

Hér má finna ársreikning fyrir árið 2018

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?