Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin er 23.-30.september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmið með íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

 

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu ætlar sveitarfélagið Húnabyggð í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, skóla, íþróttafélög og félagasamtök á svæðinu standa fyrir heilsudögum í Húnabyggð.

Heilsudagar eru haldnir til að vekja athygli á íþrótta-, tómstunda- og heilsutengdu starfi sem fram fer í sveitarfélaginu.

Í boði verða ýmsir opnir tímar, fyrirlestrar og tilboð en fyrst og fremst eru heilsudagar hugsaðir til að hvetja íbúa á öllum aldri til að huga að heilsu og hreyfingu og vekja athygli á möguleikum til heilsuræktar og mikilvægi hollrar samveru fjölskyldunnar.

Er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, íþrótta- og tómstundafélög taki þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni með okkur.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í heilsuviku, kynna starfsemi sína og vera með í dagskránni sendi tölvupóst á kristin@hunabyggd.is fyrir föstudaginn 8.september n.k.

 

Allar upplýsingar hjá Kristínu Ingibjörgu í síma 455-4700 eða á kristin@hunabyggd.is

 

Tökum höndum saman!

 

Nánari dagskrá heilsudaga verður send út í kringum 15.september n.k.

Getum við bætt efni þessarar síðu?