Girðingar:

  • Nú um þessar mundir eru bændur og búalið að viðhalda girðingum sínum. Þá er rétt að rifja upp 5.gr. reglugerðar nr. 930/2012, um girðingar meðfram vegum, stendur: „Viðhaldskostnaður girðinga með stofn- og tengivegum greiðist að jöfnu af Vegagerðinni og landeiganda. Þegar landeigandi hefur lokið árlegu viðhaldi girðinga með stofn- og tengivegum skal hann tilkynna það til sveitarstjórnar og viðkomandi þjónustustöðvar Vegagerðarinnar og óska eftir greiðslu á kostnaðarhlutdeild veghaldara. Vegagerðin skal greiða landeiganda sem svarar helmingi af áætluðum viðhaldskostnaði girðinga eins og hann er skilgreindur í 3. mgr. Vegagerðinni er heimilt að synja um greiðslu komi í ljós að viðhaldi hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti að mati Vegagerðarinnar.“

  • Fyrir miðjan ágúst næstkomandi, mun Vegagerð ríkisins taka út girðingar hjá þeim landeigendum sem tilkynna að girðingar þeirra séu í lagi skv. 5. gr. reglugerðar nr. 930/2012.

  • Þeir landeigendur sem telja sig uppfylla skilyrði reglugerðarinnar eru beðnir að tilkynna viðhald sitt á girðingum til sveitarfélagsins fyrir fimmtudaginn 25.júlí næstkomandi á netfangið: hunavatnshreppur@hunavatnshreppur.is eða í síma 455 0010
Getum við bætt efni þessarar síðu?