Opinn fundur um Flúðabakkaverkefnið.
 
Fimmtudaginn 18. janúar klukkan 18:00 verður haldinn opinn fundur í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem forsvarsfólk Flúðabakkaverkefnisins mun koma í heimsókn og kynna fyrirhugað verkefni. Á dögunum skrifaði Húnabyggð undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu átta íbúða við Flúðabakka. Fimm íbúðir eru fyrsta áfanganum sem áætlað er að hefjist sem fyrst. Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir fólk sem er 60 ára og eldri.  Sigurður Ágústsson, Hermann Arason og Helga Vilmundardóttir eru í forsvari fyrirtækisins sem sér um verkefnið og munu útskýra hvernig það er hugsað, hvernig húsin eru hönnuð og svara fyrirspurnum. Hvetjum alla til að mæta til að kynnast betur þessu spennandi verkefni og spyrja þau nánar út í smáatriði og leyfa þeim að heyra hvað ykkur finnst og hvaða hugmyndir þið hafið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?