Ráðrík ehf. hefur fundað með ýmsum félagasamtökum og heimsótt fyrirtæki í Austur-Húnavatnssýslu til að kalla fram viðhorf íbúa. Til að tryggja það að allir sem vilja koma að umræðunni hafi til þess möguleika verður einnig efnt til opinna funda sem íbúar Húnavatnshrepps eru hvattir til að nýta sér.

Fundirnir í Húnavatnshreppi verða haldnir á eftirfarandi stöðum og tímum:

Klausturstofu Þingeyrum,  fimmtudaginn  5. apríl klukkan 16:00
Húnavöllum, föstudaginn  6. apríl klukkan 16:00
Húnaveri föstudaginn  6. apríl klukkan 20:00

Á fundunum verður farið yfir stöðu sveitarfélaganna og þá málaflokka sem virðast mikilvægastir hjá íbúum. Reynt verður að tryggja að sem flestir geti komið sínum viðhorfum að og að gott samtal um framtíðina eigi sér stað.

Getum við bætt efni þessarar síðu?