Stefnt er að því að gefa út bækling/vefrit með upplýsingum um íþrótta- og tómstundastarf sem verður í boði sumarið 2023 fyrir unga sem aldna í Húnabyggð.

Það sem væri t.d. hægt að hafa í bæklingnum er leikjanámskeið, reiðskóli, íþróttir, leiklist o.fl sem er í boði. Þessi listi er ekki tæmandi.

Því leitum við til þeirra aðila sem halda út slíkri starfsemi. Upplýsingar þurfa að hafa borist menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa fyrir 15.maí 2023 með öllum þeim upplýsingum sem þurfa að koma fram, m.a. dagskrá, tímasetningum og upplýsingum um starfsemina, ásamt myndum.

 

Hér er hægt að sjá bæklinginn sem gefinn var út vorið 2022

 

Nánari upplýsingar veitir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar á netfanginu kristin@hunabyggd.is eða í síma 455-4700.

Getum við bætt efni þessarar síðu?