Nú um áramótin tók gildi ný gjaldskrá fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Vegna þess hversu ólíkar gjaldskrárnar, reglurnar og aðferðirnar voru er ekki auðvelt að sameina þessa nálgun í einu vetfangi.

Við okkur blasir að við þurfum að gjörbreyta allri hugsun og nálgun á þennan málaflokk á næstu árum. Þetta er ekki neitt sem við getum frestað þar sem nýjar reglur tóku gildi nú um áramótin og við verðum að fara að huga að breyttri hugsun og hegðun.

Við erum hins vegar ekki tilbúin með nýjar aðferðir en við erum nú þegar byrjuð að hugsa hvernig við munum nálgast þetta og fyrstu skrefin verða tekin á þessu ári.

Fyrsta skrefið í þessari breytingavegferð er að sameina gjaldskrárnar. Hvernig sem við snúum þessu er þróunin á einn veg þ.e. að þau sem hendi rusli þau borgi fyrir það. Þannig er það nú með flesta hluti þ.e. að fólk borgar eftir notkun (hiti, vatn, rafmagn, vörur, þjónusta o.s.frv.). Þannig að það er ekkert „skrítið“ við þessa áherslubreytingu, en við erum alin upp við að þessu sé reddað og í Húnabyggð er þessi málaflokkur niðurgreiddur af sveitarfélaginu um u.þ.b. 40%. Það er og hefur verið um nokkurt skeið ólöglegt fyrir sveitarfélög að niðurgreiða þennan kostnað og því er breytinga þörf.

Í Húnavatnshreppi höfðu sorphirðugjöld ekki hækkað hlutfallslega eins og á Blönduósi og því finna íbúar dreifbýlisins mögulega meira fyrir því núna þegar gjöldin færast nær raunkostnaði.

Allir íbúar Húnabyggðar geta nú valið að vera með 240L tunnu og borga fyrir það sama gjaldið óháð hvar þeir búa. Þurfi íbúar stærri ílát eru líkur á því að þar sé rekstur og því eðlilegt að fyrir það sé borgað hærra gjald en venjuleg heimili borga fyrir hefðbundin 240L ílát.

Í Húnabyggð eru ekki lögð sorpgjöld á fyrirtæki en þau geta komið með rusl á gámasvæðið á Blönduósi og þurfa að greiða fyrir það sem þau henda en ekki fyrir það sem fer í endurvinnslu. Heimili í dreifbýlinu (sveitabæir) geta verið með venjulega heimilistunnu eins og heimili í þéttbýlinu og komið sjálf með rusl á gámasvæðið og borgað þá eingöngu fyrir það sem er gjaldskylt. Eins er hægt að nota gámaplön eins og áður en engin breyting verður þar fyrst um sinn.

Þær breytingar sem nú taka gildi er því eingöngu miðaðar að stærð sorpíláta og eru gerðar til að skapa gegnsæi og samræmingu í þessari gjaldtöku. Miðað við þessa uppstillingu gjaldskránnar er borgað meira eftir því sem ílátið er stærra, enda helst það í hendur með meiri notkun og því meiri úrgangur.

Hér að neðan má sjá útfærsluna á nýju gjaldskránni og eins og sést er í lang flestum tilfellum verið að hækka gjöldin en hækkunin er þó mjög mismunandi eftir tegundum íláta og/eða þeirra atriða sem um ræðir.

Gjaldskrá sorps

Skýring

2022

2023

Sorpgjald heimila 240 lítra tunna

Sorphirða og sorpförgun

48.400kr.

62.000kr.

240 lítra tunna

Sem voru í Húnavatnshreppi

40.731kr.

62.000kr.

660 lítra tunna

 

53.564kr.

124.000kr.

1.100 lítra tunna

 

76.998kr.

195.000kr.

Sorp frá sumarhúsum

Sem voru í Blönduósbæ

24.200kr.

24.200kr.

Sorp frá sumarhúsum

Sem voru í Húnavatnshreppi

13.949kr.

24.200kr.

Gjaldskyldur úrgangur á endurvinnslustöð

0,25m³

1.250kr.

1.600kr.

Gjaldskyldur úrgangur á endurvinnslustöð

0,50m³

2.500kr.

3.200kr.

Gjaldskyldur úrgangur á endurvinnslustöð

0,75m³

3.750kr.

4.800kr.

Gjaldskyldur úrgangur á endurvinnslustöð

1m³

5.000kr.

6.400kr.

Gjaldskyldur úrgangur á endurvinnslustöð

>1m3 eftir magni að 5m³

 

 

Árgjald tæminga rotþróa (eitt skipti)

0-2000 lítrar

11.000kr.

17.545kr.

Árgjald tæminga rotþróa (eitt skipti)

2001-4000 lítrar

14.020kr.

22.367kr.

Árgjald tæminga rotþróa (eitt skipti)

4001-6000 lítrar

15.075kr.

24.051kr.

Árgjald tæminga rotþróa (hver m3)

Stærri en 6000 lítrar

18.990kr.

30.297kr.

Aukatæming

Hvert skipti

11.050kr.

11.934kr.

 

Sérstök athygli er vakin á því gjöld fyrir stærstu ílátin þ.e. 660L og 1.100L hækka hlutfallslega mest og ef notendur hafa ekki þörf fyrir slík ílát er engin ástæða til þess að nota þau og því upplagt að skipta í minni ílát og minnka þannig kostnað.

Það er einnig mikilvægt að undirstrika að þrátt fyrir þessar hækkanir erum við ennþá að niðurgreiða þennan málaflokk um 40% og því hefur lítið breyst í stóru myndinni. Reyndar er sveitarfélagið með nýjum kröfum sem tóku gildi um áramót að horfa á kostnaðaraukningu í málaflokknum frá rúmum 60 milljónum á ári upp í rúmlega 80 milljónir en heildarupphæðin gæti orðið enn hærri að loknu útboði. Þetta hækkar að óbreyttu það hlutfall sem niðurgreitt er.

Það er því ljóst að við verðum að taka saman höndum og einhenda okkur í að taka þessi mál föstum tökum. Þetta mál verður ekki leyst með því að brenna rusl á bæjum eins og í gamla daga, við verðum að vinna saman og finna leiðir til að minnka heildarkostnaðinn og þannig minnka kostnað hvers og eins.

Þar sem við erum að kynna þessar breytingar seint og að þessi gjöld eru rukkuð í gegnum fasteignargjöld ákváðum við að fresta fyrsta gjalddaga fasteignagjalda um einn mánuð eða til 1. mars. Þetta þýðir að síðasti gjalddagi fasteignagjalda verður ekki 1. nóvember eins og venjulega heldur 1. desember.

Íbúar sem hafa áhuga á því að skipta um sorpílát er bent á að senda þær óskir á hunabyggd@hunabyggd.is. Við reiknum einnig með í framhaldinu að gera alsherjar könnun á sorpílátum sveitarfélagsins þ.e. að telja, skrá og staðsetja öll ílát þannig að við höfum heildaryfirsýn yfir þau mál.

 

Með góðum kveðjum,

Pétur Arason

Sveitarstjóri

Getum við bætt efni þessarar síðu?