• Nú stendur yfir könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á Norðurlandi vestra. Er könnunin liður í vinnu við endurskoðun Samgöngu- og innviðaáætlunar landshlutans. 
  • Tilgangur könnunarinnar er að draga upp raunsanna mynd af stöðu fjarskiptamála á heimilum og vinnusvæðum í dreifbýli en útbreiðslukort gsm og 3G/4G sýna stöðu miðað við allra bestu aðstæður. Oft er það svo að þegar komið er út fyrir veg og heim að bæjum er staðan allt önnur. Um mikið öryggismál er að ræða og munu niðurstöður könnunarinnar verða mikilvægt vopn í baráttunni fyrir úrbótum. 
  • Könnunin er aðgengileg hér og verður opin til og með mánudagsins 22. nóvember. Mikilvægt er að fá fram svör frá sem flestum bæjum svo við hvetjum fólk til að taka þátt – eitt svar frá hverjum bæ.
Getum við bætt efni þessarar síðu?