• Lögð var fram stefnumörkun ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi á 249. fundi sveitarstjórnar. Í þessari stefnumörkun er ákveðið hvaða verkefni sveitarfélagið mun leggja áherslu á næstu tvö ár. Er þetta því forgangslisti sem sendur verður í áfangastaðaáætlun fyrir árið 2021. Fleiri áningarstaðir þarfnast greiningar og síðan fjármagns og yrðu þeir teknir fyrir í framhaldinu. Í þessari stefnumörkun er lögð áhersla á hvernig sé best að standa að markaðsetningu á viðkomandi verkefnum. Ekki er farið í nákvæma lýsingu á hvað skuli gera í hverju verkefni fyrir sig. Flest af þessum verkefnum hafa verið á teikniborðinu hjá sveitarfélaginu um ákveðinn tíma.
  • Þau verkefni sem lögð verður áhersla á í sveitarfélaginu næstu tvö ár eru: (blaðsíðunúmer í skýrslu)
    • Þrístapar, lykil verkefni í loka fasa (bls. 
    • Topp fimm verkefni í Áfangastaðaáætlun Húnavatnshrepps.
      • Gullsteinn (bls. 11)
      • Foss í Vatnsdal / Mígandi (bls. 13)
      • Ólafslundur (bls. 15)
      • Vatnsdæla saga (bls. 16)
      • Þrándarhlíðarfjall (bls. 18)
    • Önnur mikilvægt verkefni
      • Þingeyrar (bls. 19)
      • Göngu- og hjólaleið Þingeyrar til Blönduós / Þingeyrar til Hvítserk (bls. 21)
  • Önnur ferðaþjónustuverkefni:
    • Tjaldstæði:
    • Húnavellir (bls. 22)
    • Húnaver (bls. 22)
    • Uppbygging á Hótel Húna (bls. 23)
      • Ef farið yrði í þessa framkvæmd myndi staða ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi gjörbreytast. Auk þess myndi það hafa gríðarleg áhrif á alla uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu á norðurlandi vestra. Forsenda fyrir því að byggja upp öfluga ferðaþjónustu er gott hótel á skilgreindu svæði. Hefur það sýnt sig í öðrum sveitarfélögum hvað það hefur gríðarleg áhrif á uppbyggingu annara verkefna á svæðinu. Auk þess yrði auðveldara að fá styrki og að fá fjárfesta til að koma að nýjum ferðaþjónustuverkefnum innan sveitarfélagsins. Það er því hægt að segja að þetta sé eitt af mikilvægustu ferðaþjónustuverkefnum sem hægt væri að ráðast í innan sveitarfélagsins.
    • Minnisvarðar (bls. 24):
      • Minnisvarðar Á undanförnum árum hafa komið upp hugmyndir að uppbyggingu minnisvarða á svæðinu og er nú þegar búið að setja upp suma en aðrir enn á hugmyndastigi.
        • Bríet Bjarnhéðinsdóttir
          • Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fædd í Haukagili í Vatnsdal árið 1856. Bríet er þekktust fyrir að berjast fyrir bættum kjörum kvenna á Íslandi og var stofnandi og formaður Kvennréttindafélags Íslands. Minnisvarðin var settur upp árið 2007. Tímabært er að bæta bæði aðgengi og aðstöðu við minnisvarðann.
        • Jón Leifs
          • Jón Leifs tónskáld var fæddur árið 1899 á Sólheimum. Jón Leifs er eitt þekktasta tónskáld og hljómsveitarstjóri Íslendinga. Einna helst er hann þekktastur í Þýskalandi og meðal annars má nefna að í Nuthetal í Þýskalandi er torg nefnt eftir honum4 . Er þetta verkefni alveg á frumstigi en gæti alveg verið skemmtilegur áningarstaður að heimsækja. Þýsk stjórnvöld hafa haft samband um að taka þátt í því verkefni.
        • Jón Kaldal
          • Jón Kaldal var fæddur 1896 á Stóradal og var einn þekktasti ljósmyndari Íslands. Hann tók margar af þekktustu portrett ljósmyndum af fólki eins og Jóhannesi Kjarval og Ástu Sigurðardóttir rithöfundi. Hann rak ljósmyndastofu á Laugarvegi 11 í 49 ár5. Hefur Ljósmyndasafn Íslands meðal annars haft samband við sveitarfélagið hvort það væri hægt að setja upp minnisvarða um hann á Stóradal.
        • Sigurður Nordal
          • Sigurður Nordal fæddist á Eyjólfsstöðum árið 1886. Sigurður varð prófessor í íslenskri málfræði árið 1918. Hann var sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn á árunum 1951 – 1957, einkum til að vinna að lausn handritamálsins. Kom hann víða við en hans verður líklega minnst sem eins helsta rithöfundar á 20. öld hér á landi.
        • Jónas Kristjánsson
          • Jónas Kristjánsson héraðslæknir var fæddur á Snæringsstöðum í Svínadal árið 1870. Var hann einna lengst héraðslæknir á Sauðárkróki, auk þess að hafa verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1926 – 1930. Hans verður lengst minnst sem stofnenda Náttúrulækningafélags Íslands og fyrsta læknis á Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði.
        • Guðmundur Hannesson
          • Guðmundur Hannesson læknir var fæddur árið 1866 á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Var hann bæði héraðslæknir á Sauðárkróki og Akureyri auk þess að stofna félag lækna á Íslandi. Síðan varð hann rektor Háskóla Íslands árið 1914 – 1915 og 1924 – 1925. Hann var fyrstur manna á Íslandi til að stunda mannfræðirannsóknir og mannamælingar8 . Þar er nú þegar minnisvarði en hann þarfnast endurbóta, auk þess að bæta þarf aðgengi að minnisvarða.
        • Þórður Sveinsson
          • Þórður Sveinsson er fæddur 1874 á Geithömrum í Svínadal. Þórður var fyrsti geðlæknir á Íslandi og varð árið 1907 forstöðumaður geðveikrahælisins á Kleppi til ársins 1939. Síðan var hann prófessor í réttarlæknisfærði og geðsjúkdómafræði hjá Háskóla Íslands árið 1911 – 1919. Þar er nú þegar minnisvarði en hann þarfnast endurbóta, auk þess að bæta þarf aðgengi að minnisvarða.
    • Grettissaga (bls. 26)
      • Hugmyndir hafa verið uppi um að kanna möguleg tækifæri í ferðaþjónustu vegna Grettissögu. Yrði þetta samstarfs verkefni sem nær yfir allt Norðurland Vestra. Skoða þarf hvaða mögulegu tækifæri myndu vera fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Miðað við kortasjá ferðamálastofu eru um 30 staðir á Norðurlandi Vestra þar sem Grettissaga kemur fyrir.
  • Framtíðar afþreyingarverkefni (bls. 26):
    • Sveitarfélagið hefur mikla möguleika á að styðja við uppbyggingu á mismunandi afþreyingu sem nýtist ferðamönnum jafnvel og heimamönnum. Eitt af þeim verkefnum sem þegar er farið á stað er gönguleiðaverkefnið. Þar er nú þegar búið að taka saman nokkrar leiðir sem nú þegar eru aðgengilegar á Wapp appi en líka verða aðgengilegar á gagnagrunni Markaðsstofu Norðurlands. Auk þess er búið að setja gönguleiðirnar inná kortasjá SSNV og sveitarfélagsins. Þessar hugmyndir styðja vel við það umhverfi sem er á svæðinu og hafa ekki áhrif á ímynd þess.
    • Fjallahjól
      • Gríðarlega aukning hefur orðið á fólki sem stundar fjallahjólreiðar bæði á Íslandi og erlendis. Forsenda þessa verkefnis er að taka saman skemmtilegar leiðir sem nú þegar eru á svæðinu og trakka og búa til lýsingi á þeim. Síðan að hvetja gististaði á svæðinu til að útbúa aðstöðu fyrir ferðamenn á fjallahjólum þannig að þeir geti lagað hjól og mögulega haft aðgengi að þurrk herbergi. Slík aðstaða getur hentað vel bæði fyrir göngufólk og hljóðreiðamenn.
    • Fuglaskoðun
      • Mikil tækifæri eru í að bjóða upp á þjónustu fyrir fuglaskoðara. Sú þjónustu felst fyrst og fremst í aðgengi að upplýsingum um hvar sé hægt að sjá mismunandi tegundir fugla. Það sem sveitarfélagið gæti gert er að gera úttekt á svæðinu og kortleggja fjölda tegunda og staðsetningu. Árið 2013 hófst verkefni um gerð fuglastíga á Norðurlandi Vestra. Það er hins vegar erfitt að finna niðurstöður greiningar og spurning hvort verkefnið hafi klárast.
    • Frisbígolf
      • Mikil aukning hefur orðið á fólki sem stundar frísbígolf. Í dag eru nú þegar komnir tæplega 70 vellir viðsvegar um landið. Vanalega eru settur upp níu körfu völlur í skemmtilegu umhverfi þar sem fólk upplifir náttúruna í leiðinni. Eins og staðan er í dag þá er aðeins einn völlur í Austur Húnavatnsýslu. Það eru því tækifæri í þessu að byggja upp áningarstaði í Húnavatnshreppi.
    • Golfvöllur
      • Á Norðurlandi vestra eru 3 gólfvellir í dag eða á Blönduósi, Skagaströnd og Skagafirði. Hefur því sú hugmynd verið í umræðu að byggja golfvöll í sveitarfélaginu. Sú umræða er á upphafsreit en margir hafa talað um að svæði kringum Vatnsdalshóla væri tilvalin staður fyrir slíkt. Eitt er víst að þessi íþrótt er í hröðum vexti og tilvalið að skoða möguleika um slíkt. Þetta myndi nýtast bæði heima- og ferðamönnum.
    • Útsýnispallur við Auðkúlurétt
      • Færst hefur í aukana að ferðamenn komi til Íslands og sjái og mögulega taki þátt þegar réttað er á haustin. Fyrir þá sem aldrei hafa upplifað slíkt er um einstaka upplifun að ræða. Hins vegar hefur það haft í för með sér að umframfjöldi hefur aukist töluvert við réttirnar. Hefur það gert það að verkum að erfiðara er að athafna sig í réttunum. Því kom upp sú hugmynd hvort ekki væri hægt að setja upp útsýnispall sem gæti hentað fyrir þennan ákveðna markhóp. Ákvað því sveitarfélagið að láta hanna tillögu að útsýnispalli við Auðkúlurétt sem sést á mynd 16. Er þetta eitt af þessum verkefnum sem hentar bæði fyrir heima- og ferðamenn.
  • Ferðaþjónustu fyrirtæki
    • Í Húnavatnshreppi eru 14 skráðir gististaðir með samtals 195 rúmum. Fjögur afþreyingarfyrirtæki eru á svæðinu: Þrjár hestaleigur, gallerý og verslun. Hjá fimm fyrirtækjum fannst ekki heimasíða og tvö voru með facebook síðu. Aðeins eitt þessara fyrirtækja var í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, samstarfsvettvang Norðurlands í ferðamálum. Ekki er víst að þetta sé tæmandi listi þar sem aðilar geta verið að bjóða uppá gistingu í Airbnb eða að sveitarfélagið hafi ekki fengið upplýsingar um viðkomandi rekstur. Niðurstaða þessarar greiningar er sú að fæst þessara fyrirtækja eru stór á mælikvarða ferðaþjónustu á Íslandi, en augljóst er að tækifæri eru til að vaxa og ná heilsárs starfsemi fyrir þau fyrirtæki sem það vilja.
    • Auk þessara staða eru 9 fjallaskálar þar sem 270 manns geta gist í svefnpokaplássi. Það eru tvö fyrirtæki sem reka þessa skála sem eru annars vegar hveravellir.is og fjallalif.is. Þessir skálar skipta miklu máli í þeirri þjónustu sem veitt er meðal annars í kringum eina af perlum hálendisins, Hveravelli.

Hér má sjá lista yfir gönguleiðir (bls. 35)

Hér má sjá skýrsluna í heild sinni:

Getum við bætt efni þessarar síðu?