Húnabyggð hefur ráðið Börk Þór Ottósson í starf Skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Börkur Þór Ottósson er fæddur og uppalin á Dalvík. Hann er giftur Borghildur Freyju Rúnarsdóttur og þau búa á Dalvík. Helstu áhugamál Barkar eru útivera, ferðalög og veiðar bæði á sjó og landi.

Undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem verkefnisstjóri hjá Höfða Development við byggingu á lúxsushóteli við Grenivík. Áður starfaði hann í átta ár sem sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar þar sem helstu verkefnin voru yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum, brunavörnum og slökkviliði, almannavörnum, umferðarmálum, snjómokstri, náttúruvermdarmálum, landbúnaðarmálum, umhverfismálum, úrgangsmálum og umsjón með eignasjóði. Börkur er menntaður byggingarfræðingur og hefur unnið ýmis störf því tengt eins og að meta fasteignir til fasteigna- og brunabótamats o.fl.

Það er að sjálfsögðu mikill fengur fyrir okkur að fá Börk til starfa enda snúast öll tannhjól á fullu þessa dagana og mikið að gerast í skipulags- og byggingarmálum.

Við bjóðum Börk velkominn til starfa

Getum við bætt efni þessarar síðu?