Húnabyggð hefur farið að stað með átaksverkefni sem varða stöðuleyfi í Húnabyggð. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur á síðustu vikum farið um öll svæði Húnabyggðar og skoðað alla þá gáma, báta, hjólhýsi og frístundarhús sem eru í smíðum, sem ætlað er til flutnings og eru ekki með útgefin stöðuleyfi.

Húnabyggð auglýsir eftir umsóknum um stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausafjármuni s.b.r kafla um stöðuleyfi í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Sækja þarf um stöðuleyfi til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem eru sérstaklega skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna, þar með talið lóðum.

Hér er hægt að nálgast reglur Húnabyggðar um útgáfu stöðuleyfa.

Vakin er sérstök athygli á 6. gr. en þar segir að

Byggingarfulltrúa er heimilt að láta fjarlægja lausafjármuni sem getið er í reglum þessum og eru án stöðuleyfis.

Húnabyggð innheimtir gjöld vegna útgáfu stöðuleyfa. Hægt er að sjá gjaldskránna hér.

Hér er hægt að sækja eyðublað til þess að sækja um stöðuleyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa.

Frestur til að skila inn umsókn fyrir þá gáma og lausafjármuni sem nú þegar eru staðsettir í Húnabyggð er til 15. apríl 2024.

Getum við bætt efni þessarar síðu?