• Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum þann 21. október 2020:
    • Húnavatnshreppur skorar á Vegagerðina að ráðast í undirbúningsaðgerðir til að bæta ástand Kjalvegar. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur miklar áhyggjur af ástandi Kjalvegar. Vegurinn er á stórum köflum niðurgrafinn sem gerir það að verkum að vatn rennur eftir veginum sem hefur haft þær afleiðingar að allt efni er farið úr honum. Sveitarstjórn telur að ef Kjalvegur verði byggður upp komi það í veg fyrir utanvegaakstur og hættu á slysum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að Kjalvegur verði settur á 1. tímabil samgönguáætlunar. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps, hvetur samgöngunefnd Alþingis og Vegagerðina til að hefja undirbúningsvinnu við endurbætur á Kjalvegi sem meðal annars. felst í mati á umhverfisáhrifum sbr. niðurstöðu Skipulagsstofnunar frá 19. des. 2019.
Getum við bætt efni þessarar síðu?