Ákveðið hefur verið að gefa út aðventudagatal á vegum Húnabyggðar þar sem tíunduð er dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, tónleikar, jólamarkaðir, jólahlaðborð og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.

Hvetjum félög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem standa fyrir viðburðum og þjónustu sem hægt er að nýta sér í sveitarfélaginu á aðventunni og fram yfir áramót, til að senda inn upplýsingar.

Upplýsingar um viðburði er hægt að senda á Kristínu Ingibjörgu, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar á netfangið: kristin@hunabyggd.is eða í síma 455-4700 í síðasta lagi mánudaginn 20.nóvember n.k.

Getum við bætt efni þessarar síðu?