7. fundur 11. janúar 2023 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varamaður
  • Edda Brynleifsdóttir
  • Grímur Rúnar Lárusson
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrsidóttir embættismaður
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.HB - Norðurlandsvegur; deiliskipulag

2210003

Deiliskipulagstillaga af Norðurlandsvegi lagt fyrir.

Deiliskipulagssvæðið er 3.5 ha. að stærð og er staðsett við Norðurlandsveg og afmarkast af honum til suðurs. Skipulagssvæði sem um ræðir er við Norðurlandsveg 1- 4 og Efstubrautar 1 á þegar byggðum lóðum með möguleika á viðbótarheimildum á lóðum innan skipulagssvæðisins með áherslu á heildaraásýnd og frágang lóða innan reitsins.
ZL og GL véku af fundi við afgreiðlsu 1.liðar.

Deiliskipulagið hefur verið auglýst frá 23 nóvember 2022 - 6 janúar 2023 skv. skipulagslögum 123/2010.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Samgöngustofu, Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra og Minjastofnun. Engar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum.

Ein athugasemd barst fyrir hönd Búrfjalla ehf sem óskar eftir breytingum á framsettu deiliskipulagi fyrir Norðurlandsveg 2 á Blönduósi.
"Lóðin er 5022m2 og óska ég eftir að byggingareiturinn verði stækkaður eins og stærð lóðarinnar gefur tilefni til".

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir athugsemdir frá Búrfjöllum ehf. og stækkar byggingarreitinn á deiliskipulaginu.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.2.HB - Aðalgata 6, umsókn um framkvæmdarleyfi

2301006

Gamli bærinn þróunarfélag ehf. sækir um byggingarheimild fyrir breytingu á gluggum, hurðum og byggingu sólpalla til norðurs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarheimildina. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?