Víða eru góðar gönguleiðir í Austur-Húnvatnssýslu. Nú þegar hafa 3 leiðir verið merktar og stendur til að bæta við þær árlega. 

Vatnsdalshólar
Eru sérkennileg hólaþyrping í Vatnsdal, sem myndast hafa við gríðarlegt skriðufall úr Vatnsdalsfjalli. Það er góð hugmynd að staldra við og skella sér í lengri eða styttri gönguferð um hólana. 

Álkugil
Áin Álftarskálará rennur eftir all hrikalegu gljúfri sem nefnt er Álkugil. Gönguleiðin er merkt frá veginum (722) í Vatnsdal og liggur meðfram gilinu austanmegin, að Einvígisfossi. Leiðin er um 2 klst. löng og telst vera meðalerfið. 

Vatnsdalsárgil
Þessi leið hefur verið merkt og er gengið frá bænum Forsæludal. Hægt er að ganga meðfram gilinu en einnig er hægt að ganga eftir vegaslóða sem liggur að Friðmundarárgili. Til að komast yfir Friðmundaránna þarf að ganga með upp með henn smá spotta en þar er brú yfir ánna. Síðan er gilinu fylgt alveg þangað til komið er að fossinum Skínanda sem er efsti fossinn.

Getum við bætt efni þessarar síðu?