Til úthlutunar eru 33 lóðir þar af 22 einbýlishús og 11 par- og raðhús. Heildarfjöldi íbúða er á bilinu 49-75 og heildar byggingarmagn á bilinu 8.810-11.080m2. Lóðirnar eru staðsettar við Hólabraut, Holtabraut, Lækjarbraut og Fjallabraut, sjá uppdrátt af svæðinu og upplýsingar um lóðirnar. Sjá hér

Um úthlutunina gilda nýsamþykktar reglur sveitafélagsins um úthlutun lóða, sjá hér. Við hvetjum alla sem sækja um að kynna sér vel almennar úthlutunarreglur Húnabyggðar til að koma í veg fyrir misskilning og/eða óþægindi seinna í umsóknarferlinu.

Við þessa úthlutun gildir að séu fleiri en einn umsækjandi um sömu lóð er dregið á milli umsækjenda. Einng gildir sú regla við umsókn að umsækjendur geta skilgreint fyrsta og annað val. Fyrsta val er sú lóð sem umsækjandi óskar helst eftir en annað val er til vara ef lóð sem er í fyrsta vali fellur ekki í skaut umsækjandans. Annað val getur komið til úthlutunar sé engin annar með þá lóð sem fyrsta val og/eða að séu fleiri en einn með þá lóð sem annað val er dregið eins og gert er með fyrsta val.

Gatnagerðagjöld verða innheimt að fullu fyrir allar lóðir nema Holtabraut 16-22,24-26 og 28-30 þar sem 100% afsláttur er veittur af gatnagerðargjöldum.

Lóðirnar við Hólabraut 19 og 21 eru ekki til úthlutunar í þessu útboði þar sem sveitarfélagið mun mögulega ráðstafa þeim til eigin nota.

Umsækjendur eru beðnir um að fylla út umsókn sem má nálgast hér  og senda það rafænt í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að prenta umsóknareyðublaðið út og koma með það á skrifstofu Húnabyggðar, Hnjúkabyggð 33.

Úthlutun þessi opnar 27. febrúar og verður opin fyrir umsóknum til og með 22. mars.

Fyrirspurnir, spurningar og athugasemdir er hægt að senda á hunabyggd@hunabyggd.is merkt „Lóðaúthlutanir“.

Getum við bætt efni þessarar síðu?