Húnabyggð hefur fengið 900 þúsund króna styrk úr Lýðheilsusjóði vegna tveggja verkefna; Heilsueflandi Húnabyggð og Allir með. Úthlutað var úr sjóðnum föstudaginn 24. febrúar í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Úthlutað var rúmum 86 milljónum króna til 150 verkefna og rannsókna. Styrkt voru fjölbreytt verkefni um land allt, ætluð öllum aldurshópum.

Áhersla er lögð á að styrkja aðgerðir sem miða m.a. að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna og efla félagsfærni ásamt því að draga úr einmanaleika. Einnig var áhersla á áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, næringu, hreyfingu og kynheilbrigði. Við mat á umsóknum var einnig sérstaklega horft til verkefna sem styðja við minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar, að því er segir á vef Embættis landlæknis.

Verkefnið Heilsueflandi Húnabyggð fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Allir með fékk 400 þúsund króna styrk.

Hér má sjá lista yfir úthlutanir Lýðheilsusjóðs.

Frétt tekin af www.huni.is 

Getum við bætt efni þessarar síðu?